Trúbbi býður upp á þjónustu á tónlistarupplifun fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Eftirfarandi skilmálar gilda um sölu á þjónustu Trúbba til viðskiptavina. Með skilmálum okkar drögum við úr hættunni á að misskilningur eða mistök eigi sér stað. Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á tilboði sem við sendum viðskiptavinum.
Trúbbi ehf. Kt: 471021-0670 Sími: 454-8660 Netfang: trubbi@trubbi.is
Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem greiðandi á reikning. Að gefnu tilefni viljum við ávíta að greiðandi verður að vera fjárráða s.s. 18 ára eða eldri.
Sá aðili sem útfyllir bókun á www.trubbi.is er um leið skráður fyrir bókuninni. Þessi aðili þarf að vera til taks varðandi bókun á þjónustu. Dæmi: Brúðhjón, starfsmannastjóri eða framkvæmdastjóri.
Seljandi (Trúbbi) fer með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og þá eru þær einungis nýttar í viðskiptum milli Trúbba og kaupanda. Upplýsingarnar sem Trúbbi fær frá sínum viðskiptavinum eru ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Tölvupóstur persónuverndarmála er personuvernd@trubbi.is. Sjá persónuverndaryfirlýsingu í heild sinni hér.
Það er 100% öruggt að versla við Trúbba. Allar greiðslur fara í gegnum öruggt ferli í heimabanka kaupanda og greiðsluupplýsingar eru ekki veittar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Bókun – svar - staðfesting - greiðsla Bókanir fara í gegnum tölvupóst. Í kjölfar bókunar sem Trúbbi móttekur sendir Trúbbi frá sér tilboð. Sé tilboðið samþykkt fær kaupandi sendan greiðsluseðil sem birtist í heimabanka kaupanda. Greiðsluseðilinn skal greiða innan sólarhrings frá útgáfu hans. Bókun telst ekki fullkláruð fyrr en greiðsla hefur borist til Trúbba. Engar áhyggjur, við tökum tímann þinn frá í þennan sólarhring svo aðrir geti ekki bókað hann á meðan.
Vegna eðli þjónustunnar áskilur Trúbbi sér þeim rétti að vera með afbókunargjald vegna þjónustu sinnar. Ákveði kaupandi af einhverjum ástæðum að hætta við áður en þjónustan er unnin af hendi þá eru þeim málum háttað eins og tekið er fram í afbókunarskilmálunum hér fyrir neðan. Afbókunarskilmálar okkar eru til þess að tryggja að bókanir sem okkur berast séu á réttum rökum byggðar og í þeim tilgangi að við getum mannað gigg sem þörf er á og haldið spilaáætlun okkar eins og hún er. Ef svo ólíklega kæmi til að Trúbbi neyðist til að afbóka vegna veikinda og að ekki náðist tónlistarmaður til að fylla í skarðið þá endurgreiðum við að sjálfsögðu að fullu. Við biðjum að auki um biðlund í þessum málum vegna eðli þjónustunnar. Afbókunarskilmálar eru sem segir: Afbókun 7 dögum fyrir: 80% endurgreiðsla Afbókun 3-6 dögum fyrir: 60% endurgreiðsla Afbókun 1-2 dögum fyrir: 40% endurgreiðsla Afbókun 24 klst eða minna fyrir: 20% endurgreiðsla
Ef þörf er á því að breyta dagsetningu á bókun hafðu þá samband við okkur eins fljótt og unnt er. Við munum reyna okkar besta en getum ekki lofað að það sé hægt. Ef ekki er hægt að finna nýja dagsetningu gilda hins vegar afbókunarskilmálar.
Öll verð sem fylgja tilboðum eru gefin upp í íslenskum krónum (ISK) án VSK þar sem að þjónusta þessi er ekki VSK skyld. Verð sem fylgja tilboðum til viðskiptavina í tölvupósti eru gefin með fyrirvara um innsláttarvillu og áskilur Trúbbi sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp.
Ef reikningar eru ekki greiddir innan sólarhrings eftir að tilboð er samþykkt fellur pöntunin úr gildi. Þú getur alltaf prófað að bóka aftur hinsvegar.
Enginn viðburður er eins og því er mikilvægt að taka skýrt fram hverju er verið að óska eftir þjónustu okkar í. Til dæmis þá er ekki í lagi að bóka venjulegt trúbb í partý eða starfsmannagleði frá okkur og síðan kemur trúbbinn á svæðið og þarf að spila í brúðkaupsveislu eða athöfn. Það felur í sér allt annan undirbúning og öðruvísi klæðaburð.
Ef staðsetning viðburðar er utan höfuðborgarsvæðis og bókun þess eðlis að hún krefst ferðaáætlunar s.s. gistingar og uppihalds bætist sá kostnaður við tilboðið frá Trúbba.
Vantar þig frekari upplýsingar, ekkert mál. Hafðu samband við okkur í síma 454-8660, sendu okkur póst á trubbi@trubbi.is eða bara á Facebook.